Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic er genginn til liðs við Hajduk Split. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Rakitic rifti samningi sínum við sádi-arabíska félagið Al-Shabab á dögunum og var síðan kynntur hjá Hajduk Split í gær.
Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur átt farsælan feril með félögum á borð við Barcelona, Sevilla, Schalke og Basel, en hefur nú ákveðið að fara til Króatíu.
Miðjumaðurinn er fæddur og uppalinn í Sviss en faðir hans er króatískur.
Rakitic hefur spilað 106 A-landsleiki fyrir Króatíu og skorað 15 mörk, en hann var meðal annars valinn í úrvalslið HM 2018.
Hann hefur ákveðið að taka síðustu ár ferilsins í Króatíu með Hajduk Split, en þar hittir hann liðsfélaga sinn úr landsliðinu, Ivan Perisic, sem kom til félagsins frá Tottenham á dögunum.
— HNK Hajduk Split (@hajduk) July 20, 2024
Athugasemdir