Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad hefur náð samkomulagi við Aston Villa um kaup á franska vængmanninum Moussa Diaby.
Aston Villa fékk Diaby frá Bayer Leverkusen fyrir metfé á síðasta ári og hjálpaði hann liðinu að komast í Meistaradeild Evrópu.
Síðasta sumar höfðu félög í Sádi-Arabíu mikinn áhuga á að fá Diaby en hann valdi þó að vera áfram í Evrópu.
Nú aðeins ári síðar er hann á leið þangað. Al-Ittihad hefur náð munnlegu samkomulagi við Aston Villa um kaup á Diaby, en hann mun kosta félagið um 50 milljónir punda.
Diaby hefur sjálfur samþykkt fimm ára samning en hann mun skrifa undir hann á næstu dögum. Fabrizio Romano segir frá þessu á X og sagði í kjölfarið frasann fræga: „Here we go!“.
Athugasemdir