Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kroenke ánægður með sumarið: Mikilvægt að vera grimmir
Nicolas Pepe kom fyrir metfé í sumar.
Nicolas Pepe kom fyrir metfé í sumar.
Mynd: Getty Images
Josh Kroenke, sonur Stan eiganda Arsenal, segist vera mjög spenntur fyrir komandi tímum hjá félaginu. Josh er stjórnarmaður hjá félaginu.

Hann segir að félagið hafi vaknað eftir 4-1 tap gegn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og ákveðið að breyta um taktík á leikmannamarkaðinum.

Hann er mjög sáttur með hvernig sumarið fór hjá Arsenal og hlakkar til framtíðarinnar undir stjórn Unai Emery, sem hann telur hafa verið fullkominn til að taka við af Arsene Wenger.

„Eftir tapið funduðum við allan daginn og komumst að niðurstöðu. Við sendum skilaboð til Unai, Vinai og Raul og sögðum þeim að vera grimmir á markaðinum," sagði Josh og átti þá við Unai Venekatesham og Raul Sanllehi sem sjá um leikmannamálin hjá Arsenal í samráði við Emery.

„Þessir menn náðu í spennandi leikmenn sem virðast allir mjög spenntir fyrir að spila fyrir Arsenal. Mér fannst við eiga mjög gott sumar og við sönnuðum að við erum stórt félag þrátt fyrir að vera ekki í Meistaradeildinni. Við komum mörgum á óvart.

„Markmiðið er að komast aftur í Meistaradeildina."


Arsenal hefur ekki tekið þátt í Meistaradeildinni síðan tímabilið 2016-17 og hefur verið mikil pressa á Kroenke að leggja pening í félagið til að styrkja leikmannahópinn.

Josh var spurður hvaðan peningurinn hafi komið, hvort þetta hafi verið peningur sem félagið bjó til eða hvort eigendur hafi sett fé inn í félagið til leikmannakaupa.

„Við munum ekki greina frá því opinberlega. Það sem skiptir máli er að stuðningsmenn skilji að við vorum grimmir á markaðinum og munum vera það í framtíðinni. Við teljum það gífurlega mikilvægt."
Athugasemdir
banner
banner
banner