Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 18:23
Arnar Laufdal Arnarsson
Orri Steinn á leið til F.C. Kaupmannahöfn
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Orri fæddur árið 2004 og þykir þvílikt efni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Orri Steinn Óskarsson leikmaður Gróttu og U-17 ára landsliðs Íslands er á leiðinni til danska stórveldisins F.C. Kaupmannahöfn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fótbolta.net.

Orri Steinn er fæddur 2004 og kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann skoraði 2 mörk gegn Hetti í 2. deildinni í fyrra aðeins 13 ára. Orri hefur spilað 12 leiki með Inkasso meistörum Gróttu í sumar og skorað 1 mark. Þess má að geta að Orri er sonur þjálfara Gróttu, Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Orri fór með U-17 ára landsliði Íslands að taka þátt í Opna Norðurlandamótinu, Orri sló þar rækilega í gegn en hann skoraði 5 mörk gegn frændum okkar í Færeyjum í 6-0 sigri. Orri fór beint eftir það mót til Kaupmannahafnar og var þar í eina og hálfa viku, hann tók þátt í æfingarmóti með FCK. Orri kom svo aftur heim en snéri aftur til Kaupmannahafnar þann 6. september til að skrifa undir samning við danska stórveldið.

Samningurinn tekur ekki gildi fyrr en í byrjun sumars 2020.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri spilað 17 leiki í meistaraflokki og skorað 4 mörk í þeim leikjum. Einnig á Orri 10 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur slegið í gegn með þeim og skorað 15 mörk í þessum 10 leikjum.

Virkilega spennandi leikmaður á ferðinni og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
Orri Steinn Óskarsson: 'Sorry' mamma
Athugasemdir
banner
banner
banner