Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
U17 spilar úrslitaleik - Sjáðu sigurmarkið gegn Möltu
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið U17 er að hefja úrslitaleik gegn Frakklandi. Liðin eru að keppast um toppsæti undanriðils fyrir EM á næsta ári og fer riðillinn fram í Hvíta-Rússlandi.

Ísland byrjaði á stórsigri gegn heimamönnum, 1-10, en önnur umferð var aðeins erfiðari. Þar mættu stelpurnar Möltu og skópu 1-0 sigur.

Amanda Jacobsen Andradóttir gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Það var stórglæsilegt skot utan af kanti sem fór upp í fjærhornið.

Bæði Ísland og Frakkland komast upp úr riðlinum og í næsta undanriðil. Liðin eru aðeins að berjast um toppsætið.

Byrjunarliðið í dag:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Jakobína Hjörvarsdóttir
Jelena Tinna Kujundzic
Andrea Marý Sigurjónsdóttir
Amanda Jacobsen Andradóttir
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Þórhildur Þórhallsdóttir
María Catharina Ólafsd. Gros
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir


Athugasemdir
banner
banner
banner