Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. september 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Usain Bolt myndi velja Ronaldo og Bale með sér í boðhlaup
Mynd: Getty Images
Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar, fór í skemmtilegt viðtal við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og var spurður út í sína skoðun á helstu stjörnum knattspyrnuheimsins.

Bolt er mikill knattspyrnuaðdáandi og reyndi fyrir sér í atvinnumannaheiminum. Hann þykir þokkalegur knattspyrnumaður en er þó ekki nægilega góður til að spila fyrir stórlið, eins og var draumur hans.

Hann æfði hjá Borussia Dortmund og spilaði meðal annars æfingaleiki með Central Coast Mariners í Ástralíu. Eftir nokkrar tilraunir sætti hann sig við að vera ekki nógu góður til að spila sem atvinnumaður fyrir uppáhaldslið sitt, Manchester United, og gaf drauminn upp á bátinn.

„Ég elska fótbolta en ég er kominn á vissan aldur og hef í nógu að snúast. Ég mun þó halda áfram að taka þátt í góðgerðarleikjum," sagði Bolt og var svo spurður út í hver ætti skilið að vera valinn leikmaður ársins af FIFA. Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Virgil van Dijk koma til greina.

„Þetta eru allt stórkostlegir leikmenn og Van Dijk vann UEFA verðlaunin um daginn, kannski er hans tími kominn. En ég, sem stuðningsmaður Man Utd, verð að segja Ronaldo!

„Hann og Messi eru ótrúlegir leikmenn. Það er mikið af efnilegum leikmönnum sem gætu tekið við af þeim. Mbappe, Neymar, Jadon Sancho. Svo get ég ekki beðið eftir að sjá hvað verður úr Ajax strákunum Matthijs de Ligt og Frenkie de Jong. Svo er Eden Hazard hjá Real Madrid. Ég er vinur Raheem Sterling, Paul Pogba og Leon Bailey og vona að þeir haldi áfram að gera vel í framtíðinni."


Bolt spjallaði um vini sína í fótboltaheiminum, Man Utd og annað en undir lokin var hann spurður út í hvaða fjóra knattspyrnumenn, frá hvaða tíma sem er, hann myndi velja með sér í 4x100m boðhlaup.

„Ég myndi velja Ronaldo, Kylian Mbappe og Gareth Bale."
Athugasemdir
banner
banner
banner