Aron Bjarnason var frábær í liði Vals í kvöld og skoraði tvö mörk og lagði upp í stórsigri Vals á Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ.
„Við erum mjög ánægðir, við verðum að vera það og við bara byrjuðum af miklum krafti, ætluðum að pressa á þá frá byrjun og það heppnaðist fullkomnlega og vorum komnir með góða forustu eftir þrjátíu mínútur."
„Við erum mjög ánægðir, við verðum að vera það og við bara byrjuðum af miklum krafti, ætluðum að pressa á þá frá byrjun og það heppnaðist fullkomnlega og vorum komnir með góða forustu eftir þrjátíu mínútur."
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 5 Valur
Valsmenn fara með 5-0 inn í hálfleikinn og slaka aðeins á í þeim síðari. Hvert var uppleggið hjá Heimi fyrir síðari hálfleikinn?
„Við ætluðum að halda áfram og ég held að Siggi hafi skorað löglegt mark í byrjun síðari hálfleiks en síðan kannski bara er það einhverneigin eðlið að þegar þú ert með 5-0 forustu þá ertu kannski ekki að sækja af miklum krafti og þegar leið á seinni hálfleikinn var það svolítið svoleiðis."
Aron og Pedrick Pedersen ná gríðarlega vel saman í sóknarleik og var Aron spurður hvort það væri ekki gott að spila með mann eins og Patrick hliðin á sér.
„Hann er náttúrlega bara frábær senter og algjör draumur. Getur skorað upp úr engu og lagði líka upp gott mark fyrir mig þannig það er bara algjör draumur."
Valsmenn eru komnir með níu sigurleiki í röð og menn hljóta að vera farnir að horfa á Íslandsmeistaratitilinn.
„Nei við getum ekki farið að gera það strax. Við eigum FH í næsta leik og þeir eru búnir að vinna haug af leikjum í röð þannig það verður hörkuleikur núna bara strax á Fimmtudaginn."
Athugasemdir