Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mán 21. september 2020 22:30
Anton Freyr Jónsson
Aron Bjarna: Getur skorað upp úr engu
Aron Bjarnason var geggjaður í kvöld.
Aron Bjarnason var geggjaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason var frábær í liði Vals í kvöld og skoraði tvö mörk og lagði upp í stórsigri Vals á Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ.

„Við erum mjög ánægðir, við verðum að vera það og við bara byrjuðum af miklum krafti, ætluðum að pressa á þá frá byrjun og það heppnaðist fullkomnlega og vorum komnir með góða forustu eftir þrjátíu mínútur."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

Valsmenn fara með 5-0 inn í hálfleikinn og slaka aðeins á í þeim síðari. Hvert var uppleggið hjá Heimi fyrir síðari hálfleikinn?

„Við ætluðum að halda áfram og ég held að Siggi hafi skorað löglegt mark í byrjun síðari hálfleiks en síðan kannski bara er það einhverneigin eðlið að þegar þú ert með 5-0 forustu þá ertu kannski ekki að sækja af miklum krafti og þegar leið á seinni hálfleikinn var það svolítið svoleiðis."

Aron og Pedrick Pedersen ná gríðarlega vel saman í sóknarleik og var Aron spurður hvort það væri ekki gott að spila með mann eins og Patrick hliðin á sér.

„Hann er náttúrlega bara frábær senter og algjör draumur. Getur skorað upp úr engu og lagði líka upp gott mark fyrir mig þannig það er bara algjör draumur."

Valsmenn eru komnir með níu sigurleiki í röð og menn hljóta að vera farnir að horfa á Íslandsmeistaratitilinn.

„Nei við getum ekki farið að gera það strax. Við eigum FH í næsta leik og þeir eru búnir að vinna haug af leikjum í röð þannig það verður hörkuleikur núna bara strax á Fimmtudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner