Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 21. september 2020 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Edu: Rúnar með eiginleika sem við leitumst eftir í markverði og manneskju
Mynd: Arsenal
Brasilíumaðurinn Edu, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, er ánægður að hafa landað íslenska landsliðsmarkverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni.

Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana en Mikel Arteta fékk hann á síðasta tímabili inn í þjálfarateymi sitt hjá Arsenal. Hann kemur frá Dijon í Frakklandi.

Rúnar Alex, sem verður varamarkvörður Bernd Leno, verður í treyju númer 13 hjá Arsenal.

„Við erum himinlifandi yfir því að bjóða Rúnar velkominn í okkar hóp," sagði Edu við heimasíðu Arsenal.

„Við höfum fylgst með honum í góðan tíma. Úr okkar greiningu vitum við að hann er með þá eiginleika sem við leitumst eftir í markverði og í manneskju."

Sjá einnig:
Arteta fagnar komu Rúnars Alex
Athugasemdir
banner