Brasilíumaðurinn Edu, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, er ánægður að hafa landað íslenska landsliðsmarkverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni.
Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana en Mikel Arteta fékk hann á síðasta tímabili inn í þjálfarateymi sitt hjá Arsenal. Hann kemur frá Dijon í Frakklandi.
Rúnar Alex, sem verður varamarkvörður Bernd Leno, verður í treyju númer 13 hjá Arsenal.
„Við erum himinlifandi yfir því að bjóða Rúnar velkominn í okkar hóp," sagði Edu við heimasíðu Arsenal.
„Við höfum fylgst með honum í góðan tíma. Úr okkar greiningu vitum við að hann er með þá eiginleika sem við leitumst eftir í markverði og í manneskju."
Sjá einnig:
Arteta fagnar komu Rúnars Alex
Athugasemdir