Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. september 2020 14:19
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Hefur lagt það á hilluna að verja skot"
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA.
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, hefur fengið talsverða gagnrýni á þessu tímabili en Skagamenn hafa fengið á sig flest mörk allra liða í Pepsi Max-deildinni, 36 alls.

„Þeir hafa fengið sjö mörkum meira á sig en Grótta og meira en Fjölnir sem á eftir að vinna fótboltaleik. Þeir eru með ágætis fótboltalið en maður talaði um það fyrir mót að maður hefði áhyggjur af aftasta hluta liðsins. Þeir eru með það sem heitir í dag lélegan markvörð, hann er bara að spila eins og lélegur markvörður," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Hann hefur lagt það á hilluna að verja skot og er farinn að gefa á andstæðinginn. Styrkleikar hans hafa verið fæturnir, þessir löngu boltar. Núna er hann farinn að gefa á andstæðinginn og fá á sig mark frá nánast miðju. Miðað við varnarleik alls liðsins er mjög auðvelt að sjá af hverju þeir hafa fengið á sig 36 mörk."

„ÍA til hróss, ég veit ekki hvort fólk átti sig á því, að eina liðið sem hefur skorað meira en þeir er Valur. En það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar þú færð á þig þrjú mörk í leik," segir Tómas.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan.
Útvarpsþátturinn - Þjálfarar Pepsi Max fá einkunnir og vandræði íslenskra liða í Evrópu
Athugasemdir
banner
banner
banner