Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 21. september 2020 21:50
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Við eigum langt í land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki sáttur með leik sinna manna eftir 2-0 tap gegn KR í Pepsi Max deild karla fyrr í kvöld, leikurinn fór fram við kuldalegar haustaðstæður í Kópavoginum en vindurinn blés þokkalega á annað markið. KR jafnar Breiðablik að stigum með þessum sigri en fara uppfyrir þá á markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik, seinni hálfleikurinn var bara lélegur, við vorum óagaðir og fórum að gera hluti sem ekki var lagt upp með, héldum illa skipulagi og hlutirnir voru ekki að ganga. Þegar hlutirnir eru ekki alveg að ganga erum við fljótir að missa þolinmæðina, skipulagið og agann.''

„Það er það sem gerist í seinni hálfleik því að við vorum flottir í fyrri hálfleik en við töpum leiknum, maður fær ekkert fyrir 45 mínútur.''


Breiðablik hefur ekki gengið alveg nógu vel í stærri leikjunum gegn liðunum í kringum þá, hvað er vandamál Blika í þeim leikjum?

„Við höfum ekki unnið þessi svokölluðu stóru lið, það er rétt. Ég held að það skýrist að einhverju leyti af því okkur skortir þolinmæðina, agann og halda einhvernveginn svona trúnni á skipulagið. Ég upplifi það að KR liðið sé reynslumikið og agað lið sem fylgir skipulaginu í 90. mínútur og það er nokkuð sem að við eigum langt í land með að gera og ég held einhvernveginn að til þess að vinna þessi lið í kringum okkur að þá þurfum við að hafa þolinmæði og þrautsegju til að halda skipulaginu og trúa á skipulagið, guð má vita ef við gátum farið í gegnum þá eins og okkur sýndist í fyrri hálfleik en það sama má ekki segja um seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar betur um leikinn, leikskipulagið og þá þróun sem liðið er í undir stjórn Óskars.
Athugasemdir
banner