Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mán 21. september 2020 21:50
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Við eigum langt í land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki sáttur með leik sinna manna eftir 2-0 tap gegn KR í Pepsi Max deild karla fyrr í kvöld, leikurinn fór fram við kuldalegar haustaðstæður í Kópavoginum en vindurinn blés þokkalega á annað markið. KR jafnar Breiðablik að stigum með þessum sigri en fara uppfyrir þá á markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik, seinni hálfleikurinn var bara lélegur, við vorum óagaðir og fórum að gera hluti sem ekki var lagt upp með, héldum illa skipulagi og hlutirnir voru ekki að ganga. Þegar hlutirnir eru ekki alveg að ganga erum við fljótir að missa þolinmæðina, skipulagið og agann.''

„Það er það sem gerist í seinni hálfleik því að við vorum flottir í fyrri hálfleik en við töpum leiknum, maður fær ekkert fyrir 45 mínútur.''


Breiðablik hefur ekki gengið alveg nógu vel í stærri leikjunum gegn liðunum í kringum þá, hvað er vandamál Blika í þeim leikjum?

„Við höfum ekki unnið þessi svokölluðu stóru lið, það er rétt. Ég held að það skýrist að einhverju leyti af því okkur skortir þolinmæðina, agann og halda einhvernveginn svona trúnni á skipulagið. Ég upplifi það að KR liðið sé reynslumikið og agað lið sem fylgir skipulaginu í 90. mínútur og það er nokkuð sem að við eigum langt í land með að gera og ég held einhvernveginn að til þess að vinna þessi lið í kringum okkur að þá þurfum við að hafa þolinmæði og þrautsegju til að halda skipulaginu og trúa á skipulagið, guð má vita ef við gátum farið í gegnum þá eins og okkur sýndist í fyrri hálfleik en það sama má ekki segja um seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar betur um leikinn, leikskipulagið og þá þróun sem liðið er í undir stjórn Óskars.
Athugasemdir
banner
banner
banner