Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 21. september 2020 21:50
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Við eigum langt í land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki sáttur með leik sinna manna eftir 2-0 tap gegn KR í Pepsi Max deild karla fyrr í kvöld, leikurinn fór fram við kuldalegar haustaðstæður í Kópavoginum en vindurinn blés þokkalega á annað markið. KR jafnar Breiðablik að stigum með þessum sigri en fara uppfyrir þá á markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik, seinni hálfleikurinn var bara lélegur, við vorum óagaðir og fórum að gera hluti sem ekki var lagt upp með, héldum illa skipulagi og hlutirnir voru ekki að ganga. Þegar hlutirnir eru ekki alveg að ganga erum við fljótir að missa þolinmæðina, skipulagið og agann.''

„Það er það sem gerist í seinni hálfleik því að við vorum flottir í fyrri hálfleik en við töpum leiknum, maður fær ekkert fyrir 45 mínútur.''


Breiðablik hefur ekki gengið alveg nógu vel í stærri leikjunum gegn liðunum í kringum þá, hvað er vandamál Blika í þeim leikjum?

„Við höfum ekki unnið þessi svokölluðu stóru lið, það er rétt. Ég held að það skýrist að einhverju leyti af því okkur skortir þolinmæðina, agann og halda einhvernveginn svona trúnni á skipulagið. Ég upplifi það að KR liðið sé reynslumikið og agað lið sem fylgir skipulaginu í 90. mínútur og það er nokkuð sem að við eigum langt í land með að gera og ég held einhvernveginn að til þess að vinna þessi lið í kringum okkur að þá þurfum við að hafa þolinmæði og þrautsegju til að halda skipulaginu og trúa á skipulagið, guð má vita ef við gátum farið í gegnum þá eins og okkur sýndist í fyrri hálfleik en það sama má ekki segja um seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar betur um leikinn, leikskipulagið og þá þróun sem liðið er í undir stjórn Óskars.
Athugasemdir
banner