Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 21. september 2020 21:50
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Við eigum langt í land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki sáttur með leik sinna manna eftir 2-0 tap gegn KR í Pepsi Max deild karla fyrr í kvöld, leikurinn fór fram við kuldalegar haustaðstæður í Kópavoginum en vindurinn blés þokkalega á annað markið. KR jafnar Breiðablik að stigum með þessum sigri en fara uppfyrir þá á markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik, seinni hálfleikurinn var bara lélegur, við vorum óagaðir og fórum að gera hluti sem ekki var lagt upp með, héldum illa skipulagi og hlutirnir voru ekki að ganga. Þegar hlutirnir eru ekki alveg að ganga erum við fljótir að missa þolinmæðina, skipulagið og agann.''

„Það er það sem gerist í seinni hálfleik því að við vorum flottir í fyrri hálfleik en við töpum leiknum, maður fær ekkert fyrir 45 mínútur.''


Breiðablik hefur ekki gengið alveg nógu vel í stærri leikjunum gegn liðunum í kringum þá, hvað er vandamál Blika í þeim leikjum?

„Við höfum ekki unnið þessi svokölluðu stóru lið, það er rétt. Ég held að það skýrist að einhverju leyti af því okkur skortir þolinmæðina, agann og halda einhvernveginn svona trúnni á skipulagið. Ég upplifi það að KR liðið sé reynslumikið og agað lið sem fylgir skipulaginu í 90. mínútur og það er nokkuð sem að við eigum langt í land með að gera og ég held einhvernveginn að til þess að vinna þessi lið í kringum okkur að þá þurfum við að hafa þolinmæði og þrautsegju til að halda skipulaginu og trúa á skipulagið, guð má vita ef við gátum farið í gegnum þá eins og okkur sýndist í fyrri hálfleik en það sama má ekki segja um seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar betur um leikinn, leikskipulagið og þá þróun sem liðið er í undir stjórn Óskars.
Athugasemdir
banner
banner
banner