Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 21. september 2020 21:50
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Hrafn: Við eigum langt í land
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki sáttur með leik sinna manna eftir 2-0 tap gegn KR í Pepsi Max deild karla fyrr í kvöld, leikurinn fór fram við kuldalegar haustaðstæður í Kópavoginum en vindurinn blés þokkalega á annað markið. KR jafnar Breiðablik að stigum með þessum sigri en fara uppfyrir þá á markatölu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik, seinni hálfleikurinn var bara lélegur, við vorum óagaðir og fórum að gera hluti sem ekki var lagt upp með, héldum illa skipulagi og hlutirnir voru ekki að ganga. Þegar hlutirnir eru ekki alveg að ganga erum við fljótir að missa þolinmæðina, skipulagið og agann.''

„Það er það sem gerist í seinni hálfleik því að við vorum flottir í fyrri hálfleik en við töpum leiknum, maður fær ekkert fyrir 45 mínútur.''


Breiðablik hefur ekki gengið alveg nógu vel í stærri leikjunum gegn liðunum í kringum þá, hvað er vandamál Blika í þeim leikjum?

„Við höfum ekki unnið þessi svokölluðu stóru lið, það er rétt. Ég held að það skýrist að einhverju leyti af því okkur skortir þolinmæðina, agann og halda einhvernveginn svona trúnni á skipulagið. Ég upplifi það að KR liðið sé reynslumikið og agað lið sem fylgir skipulaginu í 90. mínútur og það er nokkuð sem að við eigum langt í land með að gera og ég held einhvernveginn að til þess að vinna þessi lið í kringum okkur að þá þurfum við að hafa þolinmæði og þrautsegju til að halda skipulaginu og trúa á skipulagið, guð má vita ef við gátum farið í gegnum þá eins og okkur sýndist í fyrri hálfleik en það sama má ekki segja um seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar betur um leikinn, leikskipulagið og þá þróun sem liðið er í undir stjórn Óskars.
Athugasemdir
banner
banner