Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 21. september 2020 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Palli Gísla: Ógeðslega svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, ræddi við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Þór

Veðuraðstæður í Vestmannaeyjum setti svip á leikinn en bæði lið fengu öflug færi. Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Þórsarar komu til baka og jöfnuðu.

Þá spilaði ÍBV manni færri síðustu mínúturnar eftir að Halldór Páll Geirsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Alvaro Montejo en náðu ekki að kreista inn öðru marki og lokatölur því 2-2.

„Ógeðslega svekktur. Ég vildi fá þessi þrjú stig og það er ekkert sjálfgefið að koma til Vestmannaeyja og fá þau. Mér fannst við spila töluvert betur en ÍBV í dag. Klárlega rændir vítaspyrnu. Þessar stóru ákvarðanir voru ótrúlega dýrar fyrir okkur og svekktur að fá ekki meira en eitt stig úr þessum leik," sagði Páll Viðar.

„Mér fannst Þórsliðið spila betur en ÍBV í dag bæði með vindinn í bakið og fangið. Þeir skora kolólöglegt mark og það sáu allir að það var brot. Það var sárt en við vissum að við vorum ekki að fara að gefast upp með vindinn í bakið. Maður virðir stig að koma til Vestmannaeyja."

Þórsarar eru í fimmta sæti með 27 stig en Páll Viðar er ekki að spá í toppbaráttunni. Hann vill fá fimmtán stig úr síðustu fimm leikjunum.

„Það er að ná í fimmtán stig og það er stefnan. Þó við förum heim með eitt stig þá eru það tvö töpuð stig. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því og höfum kannski gert of mikið af því. Við settumst niður og ákváðum að hætta að horfa á töfluna því þetta er ekki eingöngu undir okkur komið;" sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner