Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   mán 21. september 2020 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Palli Gísla: Ógeðslega svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, ræddi við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Þór

Veðuraðstæður í Vestmannaeyjum setti svip á leikinn en bæði lið fengu öflug færi. Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Þórsarar komu til baka og jöfnuðu.

Þá spilaði ÍBV manni færri síðustu mínúturnar eftir að Halldór Páll Geirsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Alvaro Montejo en náðu ekki að kreista inn öðru marki og lokatölur því 2-2.

„Ógeðslega svekktur. Ég vildi fá þessi þrjú stig og það er ekkert sjálfgefið að koma til Vestmannaeyja og fá þau. Mér fannst við spila töluvert betur en ÍBV í dag. Klárlega rændir vítaspyrnu. Þessar stóru ákvarðanir voru ótrúlega dýrar fyrir okkur og svekktur að fá ekki meira en eitt stig úr þessum leik," sagði Páll Viðar.

„Mér fannst Þórsliðið spila betur en ÍBV í dag bæði með vindinn í bakið og fangið. Þeir skora kolólöglegt mark og það sáu allir að það var brot. Það var sárt en við vissum að við vorum ekki að fara að gefast upp með vindinn í bakið. Maður virðir stig að koma til Vestmannaeyja."

Þórsarar eru í fimmta sæti með 27 stig en Páll Viðar er ekki að spá í toppbaráttunni. Hann vill fá fimmtán stig úr síðustu fimm leikjunum.

„Það er að ná í fimmtán stig og það er stefnan. Þó við förum heim með eitt stig þá eru það tvö töpuð stig. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því og höfum kannski gert of mikið af því. Við settumst niður og ákváðum að hætta að horfa á töfluna því þetta er ekki eingöngu undir okkur komið;" sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner