Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram
Nik: Við viljum bara góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir leikinn í Danmörku
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mán 21. september 2020 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Palli Gísla: Ógeðslega svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, ræddi við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Þór

Veðuraðstæður í Vestmannaeyjum setti svip á leikinn en bæði lið fengu öflug færi. Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Þórsarar komu til baka og jöfnuðu.

Þá spilaði ÍBV manni færri síðustu mínúturnar eftir að Halldór Páll Geirsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Alvaro Montejo en náðu ekki að kreista inn öðru marki og lokatölur því 2-2.

„Ógeðslega svekktur. Ég vildi fá þessi þrjú stig og það er ekkert sjálfgefið að koma til Vestmannaeyja og fá þau. Mér fannst við spila töluvert betur en ÍBV í dag. Klárlega rændir vítaspyrnu. Þessar stóru ákvarðanir voru ótrúlega dýrar fyrir okkur og svekktur að fá ekki meira en eitt stig úr þessum leik," sagði Páll Viðar.

„Mér fannst Þórsliðið spila betur en ÍBV í dag bæði með vindinn í bakið og fangið. Þeir skora kolólöglegt mark og það sáu allir að það var brot. Það var sárt en við vissum að við vorum ekki að fara að gefast upp með vindinn í bakið. Maður virðir stig að koma til Vestmannaeyja."

Þórsarar eru í fimmta sæti með 27 stig en Páll Viðar er ekki að spá í toppbaráttunni. Hann vill fá fimmtán stig úr síðustu fimm leikjunum.

„Það er að ná í fimmtán stig og það er stefnan. Þó við förum heim með eitt stig þá eru það tvö töpuð stig. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því og höfum kannski gert of mikið af því. Við settumst niður og ákváðum að hætta að horfa á töfluna því þetta er ekki eingöngu undir okkur komið;" sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner