Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Botnliðið skoraði meira en toppliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var rosaleg spenna á toppi og botni 3. deildar í lokaumferðinni um helgina.

Ægir, KFG og Sindri börðust um 2. sætið sem tryggði veru í 2. deild ásamt Hett/Huginn á næstu leiktíð. Ægir vann þá baráttu á endanum en liðið fer upp á kostnað KFG á fleiri mörkum skoruðum.

ÍH hélt sæti sínu í deildinni en Einherji og Tindastóll leika í 4. deild á næstu leiktíð.

Það vekur athygli að Tindastóll sem endaði á botni deildarinnar skoraði 39 mörk en topplið deildarinnar, Höttur/Huginn skoraði 38 mörk. Vörn vinnur titla?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner