Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. september 2021 23:11
Elvar Geir Magnússon
Guðni lagði til að hann myndi stíga tímabundið til hliðar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fundargerð stjórnar KSÍ frá 29. ágúst kemur fram að Guðni Bergsson hafi lagt það til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður vegna þeirra mála sem hafa verið til umræðu.

„Guðni Bergsson formaður lagði fram þá tillögu að hann myndi stíga tímabundið til hliðar sem formaður á meðan að úttekt væri gerð á viðbrögðum sambandsins við þeim málum sem upp hafa komið," segir í fundargerðinni.

Guðni vék svo af fundinum á meðan stjórnin ræddi um þessa tillögu.

„Formaður sambandsins, Guðni Bergsson tók aftur sæti á fundi stjórnar og var þá rætt um tillögu hans. Fram kom að tillaga formanns næði ekki fram að ganga og tók hann í kjölfarið þá ákvörðun að segja af sér embætti formanns þegar í stað vegna meðhöndlunar og stöðu þeirra mála sem um ræðir og kvaðst munu ganga frá yfirlýsingu þess efnis."

Starfsmenn KSÍ voru svo boðaðir á fund sama dag og þeim tilkynnt að Guðni væri hættur sem formaður. Síðar átti svo stjórnin eftir að segja af sér.

Framundan er sérstakt aukaþing KSÍ sem verður 2. október en þar verður sett saman bráðabirgðastjórn fram að næsta ársþingi KSÍ sem verður í febrúar á næsta ári.

Sögur hafa verið í gangi um að Guðni gæti boðið sig aftur fram til formanns KSÍ í febrúar en hann sendi aðildarfélögum sínum tölvupóst fyrir nokkrum dögum með bréfi frá sér og yfirliti yfir verkefni KSÍ í formannstíð sinni.

„Ég vildi fara aðeins yfir hlutina með þér og ykkur en ég óska þér annars góðs gengis og alls hins besta. Það er sjálfsagt að hafa samband ef eitthvað er óljóst eða þú vilt ræða þessi eða önnur mál sem snúa að hreyfingunni," sagði Guðni meðal annars í póstinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner