Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. ágúst 2021 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni Bergs hættur sem formaður KSÍ (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.

Það voru allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund klukkan 16:00 og var þar tilkynnt að Guðni væri hættur sem formaður. Hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2017.

Staða Guðna hefur verið óljós og ótrygg síðustu daga eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV á föstudagskvöld og sagði þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns sem faðir hennar tilkynnti til KSÍ.

Guðni sagði í viðtali við Kastljós á fimmtudag að engar tilkynningar eða ábendingar hefðu borist frá því hann tók við formennsku en greindi svo frá því í fréttatímanum á föstudag að hann hafi farið með rangt mál.

KSÍ fundaði í allan gærdag og var svo aftur boðað til fundar í dag. Það er svo sannarlega dökkt ský í Laugardalnum.

Framundan eru landsleikir hjá báðum A-landsliðum í næsta mánuði.

Sjá einnig:
„Segja af sér ef þeim er annt um íslenskan fótbolta"
Athugasemdir
banner
banner