Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Ingi með rýting í bakið á uppeldisfélagið
Mynd: ÍA
ÍA vann öruggan 5-0 sigur á Fylki um helgina í Pepsi Max deildinni.

Steinar Þorsteinsson kom ÍA í 1-0 með marki úr vítaspyrnu snemma leiks. Það var síðan Hákon Ingi Jónsson sem tvöfaldaði forystu Skagamanna í upphafi síðari hálfleiks.

Hákon er uppalinn Fylkismaður en hann kom til ÍA frá Fylki fyrir tímabilið. Hann fagnaði markinu vel og innilega, Sverrir Mar Smárason sagði frá því í Innkastinu að Fylkir hafi reynt allt til að losna við Hákon fyrir tímabilið.

„Flestir eru vonandi búnir að sjá fögnuðinn hans eftir það mark, það var greinilegt að þetta var ekki hvert annað mark fyrir hann. Hann er uppalinn í Fylki og það var verið að reyna losa hann áður en hann samdi svo við ÍA. Hann var mættur þarna með rýtinginn í bakið á sínu uppeldisfélagi. Mörgum fannst kannski skrítið hvað hann fagnaði mikið en þeir sem þekkja söguna skilja hann vel."

ÍA er í mikilli fallbaráttu við HK og Keflavík. Skagamenn heimsækja einmitt Keflvíkinga í lokaumferðinni og þurfa þeir nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætla að halda sér uppi.

Fari svo að Í sigri og HK vinni Kópavogsslaginn gegn Breiðablik fellur Keflavík.
Innkastið - Lokasprettur sem er bannaður börnum
Athugasemdir
banner
banner
banner