Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini Halldórs: Ánægður með að við þorðum
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, mætti í viðtal hjá RÚV eftir tap gegn Hollandi í fyrsta leik í undankeppni HM í kvöld.

„Ég var ánægður með að við þorðum hlutum, við vorum við sjálf inn á vellinum og þorðum að gera hluti. Við þorðum að sækja og lágum ekki bara til baka," sagði Þorsteinn.

„Þó að það séu til staðar hlutir sem við þurfum að laga og vinna með, þá finnst mér það vera jákvæðast eftir að hafa horft á leikinn einu sinni."

Holland er með ógnarsterkt lið, ríkjandi Evrópumeistarar og alls ekki auðveldur andstæðingur.

„Mér fannst vera tækifæri til að búa til enn fleiri færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það komu kaflar í seinni hálfleik þar sem við vorum að skapa og vorum hættulegar. Við ætluðum að þora að vera með boltann, þora að sækja - ekki bara að liggja til baka og sjá hvað myndi gerast."

Næst er það Tékkland á heimavelli. Þar verðum við að ná í betri úrslit. „Ég er aldrei sáttur eftir tap. Við eigum Tékka í næsta leik. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir hörkuleik þar. Það er leikur sem skiptir gríðarlega miklu máli. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur. Ef við gerum það, þá hef ég engar áhyggjur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner