Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 21. október 2020 09:43
Magnús Már Einarsson
Neymar birti númer Richarlison - 10 þúsund skilaboð á fimm mínútum
Mörg þúsund manns fylgdust með brasilísku landsliðsmönnunum Neymar og Richarlison þegar þeir spiluðu tölvuleikinn Counter Strike á sunnudaginn í beinni útsendingu á Twitch.

Neymar hringdi í Richarlison þegar þeir voru að spila en gerði þau mistök að sýna óvart símanúmerið hans í útsendingunni.

Richarlson biðlaði í kjölfarið til þeirra sem voru að horfa á að hringja ekki í sig eða senda skilaboð.

Sú bón skilaði litlu því að síminn hjá Richarlison fór á flug og hann fékk 10 þúsund skilaboð á samskiptamiðlinum whatsapp á einungis fimm mínútum.

„Þú þarft að skipta um símanúmer núna," sagði Neymar eftir mistökin.
Athugasemdir
banner