Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. október 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Taldi það mikilvægt að taka þetta skref
Eiður Benedikt Eiríksson
Eiður Benedikt Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta mikilvægt fyrir mig. Ég og Pétur erum búnir að haldast hönd í hönd undanfarin þrjú ár og ég er búinn að læra ýmislegt af honum og hann vonandi helling af mér. Mér fannst þetta mikilvægt fyrir mig að breyta til og fá nýjar áskoranir," sagði Eiður Benedikt Eiríksson, nýr þjálfari Þróttar Vogum, í viðtali við Fótbolta.net í gær, en hann telur það hafa verið rétta tímapunktinn að gera eitthvað nýtt.

Eiður var 23 ára gamall þegar hann tók að sér sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari en hann var ráðinn sem þjálfari kvennaliðs Fylkis áður en hann hætti ári síðar.

Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals árið 2019 og varð tvívegis Íslandsmeistari með liðinu. Eiður hætti hjá Val eftir þetta tímabil og tók við Þrótti á mánudag.

„Já, klárlega. Það má horfa á þetta á ýmsa vegu, hvort maður er að fara á ská, áfram eða til hliðar, til þess að taka næsta skref. Ég taldi þetta mikilvægt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta skref."

Hann hafði mikinn áhuga á því að fara að þjálfa í karlaboltanum á þessum tímapunkti og taldi að það væri réttast að fá nýjar áskoranir.

„Það hefði þurft að vera rosalega spennandi ef ég ætti að fara að þjálfa annað lið í Pepsi-deild kvenna. Ég sá það fljótlega að mig langaði að fara að þjálfa í karlaboltanum núna eins og staðan er í dag."

„Maður var oft á tíðum kominn í smá comfort-zone, búinn að vera á sama staðnum í þrjú ár og þekktu mann allir og við vorum að vinna alla leiki. Mér fannst þetta góður tímapunktur að gera eitthvað nýtt,"
sagði hann í lokin.

Þróttur Vogum spilar í Lengjudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar.
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner