Mirror veltir því fyrir sér hver verði næsti stjóri Aston Villa, eftir að Steven Gerrard var rekinn í gær. Blaðið nefnir nokkra kosti og þar á meðal eru tveir Danir.
The Athletic fullyrðir að Thomas Frank, stjóri Brentford, sá á blaði Villa og félagið hafi lengi haft áhuga á honum. Frank er í góðum málum með Brentford í tíunda sæti og óvíst hvort hann sé klár í að stökkva frá því.
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, er nefndur en hann hefur gert frábæra hluti. HM er handan við hornið og nánast engar líkur á því að hann stökkvi frá starfi sínu núna.
The Athletic fullyrðir að Thomas Frank, stjóri Brentford, sá á blaði Villa og félagið hafi lengi haft áhuga á honum. Frank er í góðum málum með Brentford í tíunda sæti og óvíst hvort hann sé klár í að stökkva frá því.
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, er nefndur en hann hefur gert frábæra hluti. HM er handan við hornið og nánast engar líkur á því að hann stökkvi frá starfi sínu núna.
Í slúðurpakkanum í morgun voru Mauricio Pochettino fyrrum stjóri Tottenham og PSG, Unai Emery stjóri Villarreal og fyrrum stjóri Arsenal, Michael Beale sem var aðstoðarmaður Gerrard en tók við QPR í sumar, Sean Dyche fyrrum stjóri Burnley og Thomas Tuchel sem var rekinn frá Chelsea nefndir.
Fleiri nöfn eru nefnd í samantekt Mirror en það eru John Terry sem var aðstoðarmaður Dean Smith hjá félaginu, Chris Wilder sem var rekinn frá Middlesbrough og Scott Parker sem var rekinn frá Bournemouth.
Aston Villa er alveg við fallsæti og tapaði i gær 3-0 fyrir Fulham. Eftir leikinn var Gerrard látinn taka pokann sinn.
Athugasemdir