Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. nóvember 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísa verður áfram í herbúðum Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Val og verður áfram hjá félaginu.

Elísa er 29 ára varnarmaður sem gekk til liðs við Val fyrir tímabilið 2016. Hún varð Íslandsmeistari með félaginu í fyrra.

Hún hefur leikið 48 leiki í efstu deild fyrir félagið og skorað 3 mörk. Þá hefur hún spilað 38 A-landsleiki og 8 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Elísa er í landsliðshópi Íslands sem mætir Slóvakíu 26. nóvember og Ungverjalandi 1. desember, en báðir leikirnir fara fram ytra. Þetta eru síðustu leikir Íslands í undankeppni EM en liðið er í möguleika að komast á mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner