Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. nóvember 2020 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn rak síðasta naglann í kistu Schalke
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Dortmund á dögunum
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Dortmund á dögunum
Mynd: Getty Images
Íslenski U21 árs landsliðsmaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson skoraði í 5-1 sigri varaliðs Borussia Dortmund gegn Schalke í þýsku D-deildinni í dag.

Dortmund og Schalke hafa eldað grátt silfur saman í tæplega hundrað ár en Revierslagurinn, eins og hann er iðulega kallaður, er einn sá stærsti í Þýskalandi.

B-liðin áttust við í dag og var ekki tomma gefin eftir. Leikmenn Dortmund voru sigurvissir og var sigurinn raun aldrei í hættu.

Kolbeinn hefur spilað afar vel með B-liði Dortmund og hélt hann sama takti í dag. Hann gerði fimmta mark Dortmund á 82. mínútu, aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður og reyndist það lokamarkið í leiknum.

5-1 sigur Dortmund staðreynd og liðið í 2. sæti D-deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Rot-Weiss Essen.

Kolbeinn hefur spilað 9 leiki, skorað 2 mörk og lagt upp eitt í deildinni á þessari leiktíð en hann kom til Dortmund frá Groningen á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner