mán 21. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH styrkir sig - Sara Montoro og Berglid Þrastar skrifa undir (Staðfest)
Mynd: FH
FH er að styrkja sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar. Þær Sara Montoro og Berglind Þrastardóttir hafa báða skrifað undir þriggja ára samning við liðið.

Sara er 19 ára framherji sem kemur til FH frá Fjölni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sara spilað 91 KSÍ leik og skorað 51 mark. Sara hefur svo einnig spilað þrjá unglingalandsleiki og skorað í þeim eitt mark.

Berglind er 18 ára kantmaður sem kom til FH frá Haukum í félagaskiptaglugganum í sumar. Hún byrjaði af krafti og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir FH!" segir í tilkynningu FH. Berglind spilaði alls 9 leiki með FH í sumar og skoraði 3 mörk. Alls hefur Berglind spilað 57 KSÍ leiki og skorað í þeim sjö mörk. Hún hefur svo einnig spilað tvo leiki fyrir unglingalandsliðin.

„Það er okkur FH-ingum mikið gleðiefni að svona ungir og efnilegir leikmenn semji til lengri tíma við okkur. Við hlökkum öll að fylgjast með þeim dafna í Kaplakrika," segir í tilkynningu félagsins.

FH vann Lengjudeildina í sumar og spilar því í Bestu deildinni næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner