Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 21. nóvember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vill fá Gomes til baka - Amorim sagður aðdáandi
Angel Gomes.
Angel Gomes.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt enska götublaðinu The Sun þá hefur Manchester United mikinn áhuga á því að fá Angel Gomes aftur til sín.

Gomes, sem er lunkinn sóknarsinnaður miðjumaður, var áður á mála hjá Man Utd áður en hann fór til Lille í Frakklandi. Þar hefur hann sprungið út.

Hann hefur verið í enska landsliðshópnum í síðustu verkefnum.

The Sun segir frá því að Rúben Amorim, nýr stjóri Man Utd, sé mikill aðdáandi Gomes og hafi verið það lengi.

Samningur hins 24 ára gamla Gomes rennur út eftir tímabilið og þá gæti hann snúið aftur til Man Utd.

Man Utd getur byrjað að ræða við hann í janúar en Tottenham hefur líka áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner