Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. desember 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi ætlar að framlengja við PSG til 2024
Lionel Messi og fjölskylda verða áfram í París
Lionel Messi og fjölskylda verða áfram í París
Mynd: EPA
Heimsmeistarinn, Lionel Messi, hefur ákveðið að framlengja samning sinn við franska félagið Paris Saint-Germain um eitt ár. Þetta segir Le Parisien.

Messi er samningsbundinn PSG út þetta tímabil en hann hefur ekki enn opinberað næstu skref ferilsins.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa haldið því fram að Messi gæti gengið í raðir Inter Miami eftir tímabilið en þá hefur hann einnig verið orðaður við endurkomu til Barcelona.

Messi er að eiga gott tímabil með PSG en áður en hann hélt á HM var hann kominn með 12 mörk og 14 stoðsendingar í aðeins nítján leikjum.

Hann fór svo til Katar og vann HM í fyrsta sinn á ferlinum, þar sem hann gerði sjö mörk og lagði upp þrjú.

Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, sagði við fjölmiðla að hann ætlaði sér að ræða við Messi eftir mótið, en samkvæmt heimildum Le Parisien hefur leikmaðurinn þegar komist að samkomulagi um að framlengja samninginn um eitt ár eða til 2024.

Messi er að spila í hættulegasta sóknarteymi fótboltans með Neymar og Kylian Mbappe sér við hlið. Hann er hungraður í fleiri titla og er ekki á þeim buxunum að fljúga í sólina til Miami.
Athugasemdir
banner
banner