Ástbjörn Þórðarson hefur skrifað undir samning við Keflavík en félagið hefur keypt leikmanninn frá KR.
Þetta staðfesti félagið í kvöld en Ástbjörn skrifar undir samning við Keflvíkinga sem gildir til ársins 2022.
Ástbjörn spilaði með Gróttu í efstu deild á síðasta tímabili en hann lék þar í láni frá KR-ingum.
Um er að ræða fjölhæfan leikmann sem getur bæði leyst stöðu bakvarðar eða kantmanns.
Ástbjörn er fæddur árið 1999 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR árið 2016.
Þá er það að frétta úr herbúðum Keflavíkur að Sindri Þór Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023.
Sindri er hægri bakvörður og á að baki 89 leiki fyrir Keflavík en hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið árið 2017.
Athugasemdir