Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   lau 22. janúar 2022 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Southampton náði jafntefli gegn Man City
Southampton 1 - 1 Man City
1-0 Kyle Walker-Peters ('7)
1-1 Aymeric Laporte ('65)

Southampton tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð heljarinnar viðureign.

Bakvörðurinn Kyle Walker-Peters kom heimamönnum yfir eftir frábæra sókn snemma leiks og virtist Armando Broja vera að tvöfalda forystuna en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu.

Man City komst nokkrum sinnum nálægt því að jafna án þess þó að takast ætlunarverk sitt fyrir leikhlé og staðan 1-0.

Broja komst nálægt því að tvöfalda forystu Southampton í upphafi síðari hálfleiks en hann setti boltann í stöngina úr dauðafæri. Aymeric Laporte jafnaði svo leikinn fyrir Man City eftir góða aukaspyrnu Kevin De Bruyne.

City komst nálægt því að krækja í sigurinn en heimamenn gáfust ekki upp og reyndu einnig að sækja sigurmark. Hvorugu liði tókst þó að skora og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

City er þá með tólf stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar á meðan Southampton siglir lygnan sjó í neðri hlutanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner