Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. janúar 2023 10:59
Brynjar Ingi Erluson
Blatter: Röng ákvörðun að gefa Messi gullboltann
Lionel Messi í leiknum gegn Þjóðverjum
Lionel Messi í leiknum gegn Þjóðverjum
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, fyrrum forseti alþjóðafótboltasambands FIFA, segir Lionel Messi ekki hafa verðskuldað það að vinna gullboltann á HM 2014.

Messi var valinn besti maður mótsins með fjögur mörk og eina stoðsendingu í sjö leikjum.

Hann kom liðinu alla leið í úrslitaleikinn en Argentínumenn töpuðu í framlengingu eftir að Mario Götze kom inn af bekknum og gerði sigurmarkið.

Blatter, sem var forseti FIFA frá 1998 til 2015, segir leikmanninn ekki hafa verðskuldað að vinna verðlaunin og að um einhverskonar mistök hafi verið að ræða.

„Á ég að vera diplómatískur eða á ég að segja sannleikann? Ég var sjálfur svolítið hissa þegar ég sá nafn Lionel Messi koma upp sem besti leikmaður mótsins,“ sagði Blatter við AS.

„Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun,“ sagði hann ennfremur en nefnd FIFA valdi besta leikmanninn og voru margir sem komu til greina, þar á meðal Thomas Müller, James Rodriguez og Arjen Robben.

Messi vann gullboltann aftur á HM í Katar á síðasta ári en það er alveg óhætt að segja að það hafi verið fyllilega verðskuldað.
Athugasemdir
banner
banner
banner