Pólski markvörðurinn Robert Blakala hefur skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss. Blakala kemur frá Njarðvík þar sem hann hefur leikið undanfarin ár en hann hefur einnig leikið fyrir Vestra á Íslandi.
Blakala er þrítugur og kemur til Selfoss sem missti Stefán Þór Ágústsson í Val í vetur. Stefán hafði varið mark Selfoss síðustu tímabilin.
Blakala er þrítugur og kemur til Selfoss sem missti Stefán Þór Ágústsson í Val í vetur. Stefán hafði varið mark Selfoss síðustu tímabilin.
Selfoss féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar og verður því í 2. deild í vetur.
Blakala er fyrsti leikmaðurinn sem Selfoss fær í vetur. Hann hittir fyrir sinn fyrrum þjálfara Bjarna Jóhannsson en þeir unnu bæði saman hjá Vestra og í Njarðvík. Bjarni tók við sem þjálfari Selfoss í vetur. Heiðar Helguson og Ingi Rafn Ingibergsson eru aðstoðarmenn Bjarna.
„Ég er ánægður með að vera búinn að skrifa undir hjá Selfoss. Ég átti langt og gott samtal við Bjarna sem sagði mér frá verkefninu sem framundan er og ég er virkilega spenntur fyrir því,” sagði Blakala í tilkynningu Selfoss.
„Við Bjarni höfum tvisvar sinnum farið upp um deild saman, bæði með Njarðvík og Vestra og næst er það vonandi Selfoss. Ég get ekki beðið eftir því að koma til landsins, hitta liðsfélagana og byrja að spila,” bætti markvörðurinn við.
2. deild byrjar 4. maí og mætir Selfoss Kormáki/Hvöt í fyrstu umferð.
Athugasemdir