Nottingham Forest og Arsenal hafa mikinn áhuga á Matheus Cunha og Chelsea reynir að lokka Alejandro Garnacho til sín. Þetta og fleira er í slúðurpakka dagsins sem tekinn er saman af BBC og er í boði Powerade.
Nottingham Forest hefur gert Matheus Cunha (25) sóknarmann Wolves að aðalskotmarki sínu í janúar en liðið ætlar sér að ná Meistaradeildarsæti. (Mail)
Arsenal hefur einnig sýnt mikinn áhuga á því að fá Cunha í janúar. (Fichajes)
Það hefur ekki komið neitt tilboð í Cunha og Wolves er áfram vongott um að hann skrifi undir nýjan langtímasamning við félagið. (Express og Star)
Al-Hilal hefur áhuga því að fá Mo Salah (32) frá Liverpool ef hann fer á frjálsri sölu í sumar. PSG er hins vegar ekki að reyna fá Salah. (Florian Plettenberg)
Chelsea er með frekari viðræður við Manchester United í bígerð varðandi kaup á Alejandro Garnacho (20) sem United vill fá allavega 50 milljónir punda fyrir. Garnacho hefur einnig verið orðaður við Napoli. (Telegraph)
United hefur sent fyrirspurnir til Bournmeouth vegna Milos Kerkez (21), Wolves vegna Rayan Ait-Nouri (23) og Crystal Palace vegna Tyrick Mitchell (25) því Ruben Amorim, stjóri United, ætlar sér að fá vinstri vængbakvörð. (The i)
West Ham er tilbúið að styðja við nýja stjóran Graham Potter með því að kaupa miðvörð og framherja fyrir lok gluggans. (Football Insider)
Chelsea vill fá að minnsta kosti 70 milljónir punda fyrir Christopher Nkunku (27) sem Bayern Munchen hefur áhuga á. (Sky Sports)
Antony (24) er að nálgast Real Betis en hann mun fara þaðan á láni frá Man Utd. (Sky Sports)
Tottenham og RB Leipzig leiða kapphlaupið um Tyler Dibling (18) miðjumann Southampton. (Sky í Þýskalandi)
Juventus og Dortmund eru bæði að reyna krækja í Renato Veiga (21) varnarmann Chelsea. (Times)
Marseille er nýjasta félagið til að lýsa yfir áhuga á því að fá Marcus Rashford (27) í sínar raðir frá Man Utd. (L'Equipe)
Rashford vill hins vegar mest fara til Barcelona sem sagt er hafa fundið fjármagn sem gerir félaginu kleift að krækja í Rashford. (Athletic)
Mónakó í frönsku deildinni hefur einnig áhuga á Rashford og getur borgað laun Rashford sem er með 315 þúsund pund í vikulaun ef hann kæmi á láni. (Sun)
Fulham hefur sett sig í samband við AC Milan um möguleikann á að fá Emerson Royal (26) í sínar raðir en hann losnar ef ítalska félagið krækir í Kyle Walker (34) frá Man City. (Times)
City er með munnlegt samkomulag við Real Valladolid um að fá Juma Bah sem er miðvörður frá Síerra Leóne. (Romano)
Paul Pogba (31) segir að hann hafi hafnað tilboði frá Rússlandi um að hefja fótboltaferilinn aftur hjá félagi þar í landi. (Twitch)
Derby County hefur hafnað tilboði Brighton í miðvörðinn Eiran Cashin (23). (Sky Sports)
Celtic er ólíklegt til að geta boðið þær 10 milljónir punda sem Aston Villa vill fá fyrir sóknarmanninn Louis Barry (21). (Football Insider)
Chris Wood (33) er nálægt því að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Nottingham Forest. (Athletic)
Bryan Mbeumo hjá Brentford, Liam Delap hjá Ipswich, Jonathan David hjá Lille og Matheus Cunha hjá Wolves eru á óskalista Ruben Amorim yfir mögulega framherja sem Man Utd gæti keypt. (Sky Sports)
Arsenal er orðað við Igor Jesus (23) framherja Botafogo í Brasilíu. Verðmiðinn gæti verið 30 milljónir punda. (Daily Express)
Athugasemdir