Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 18:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim útskýrir ummælin um versta lið sögunnar - „Set kastljósið aldrei á leikmennina"
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, var brjálaður eftir tap liðsins gegn Brighton um helgina.

Greint var frá því í gær að hann hafi brotið sjónvarp í pirringnum í búningsklefanum eftir leikinn. Þá sagði hann við fréttamenn eftir leikinn að liðið væri það versta í sögu félagsins

Hann tjáði sig um ummælin í dag í aðdraganda leik liðsins gegn Rangers í Evrópudeildinni á morgun.

„Fyrst og fremst vil ég tala um það. Ég var aðallega að tala um sjálfan mig frekar en leikmennina, maður verður að dæma stjóra sem byrjar vinnuna og tapar sjö af fyrstu tíu leikjum sínum," sagði Amorim.

„Þið talið alltaf um að leikmennirnir séu ekki nógu góðir, ég set kastljósið aldrei á leikmennina. Ég skil vel að ég gaf ykkur þessa fyrirsögn. Ég er stundum pirraður og stundum ætti ég ekki að segja svona en svona er þetta bara."

„Ég reyni eins og ég get að fela pirringinn. Það jákvæða er að ég sagði það sama á annan hátt í klefanum fimm mínútum áður. Viðbrögðin voru eðlileg því ég er mjög hreinskilinn við leikmennina," sagði Amorim að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner