Douglas Luiz, miðjumaður Juventus, hefur ekki náð sér á strik í búningi Juventus eftir komuna frá Aston Villa í sumar.
Hann hefur komið við sögu í 12 leikjum í ítölsku deildinni en aðeins þriðsvar verið í byrjunarliðinu.
Manchester City og Manchester United eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við hann.
Manchester City vill fá hann á láni en Juventus vill ekki lána hann nema það sé ákvæði um sölu í sumar í samningnum. Fabrizio Romano greinir frá því í dag að Chelsea hafi einnig spurst fyrir um brasilíska miðjumanninn.
Athugasemdir