Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood sagður hafa klárað alla nauðsynlega pappírsvinnu
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood, sóknarmaður Marseille í Frakklandi, er sagður hafa klárað alla þá pappírsvinnu sem þarf til að skipta um landslið.

Greenwood á að baki einn landsleik fyrir England en sá leikur kom gegn Íslandi. Núna stefnir í að hann muni spila fyrir landslið Jamaíku.

Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 vegna gruns um kynferðislegt- og líkamlegt ofbeldi gagnvart kærustu sinni, en málið var fellt niður ári síðar.

Hann hefur ekki spilað með landsliði Englands eftir að málið kom upp en gæti núna spilað fyrir Jamaíku.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Jamaíku, gæti valið Greenwood í leiki seinna á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner