Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 09:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sahin rekinn frá Dortmund eftir ömurlegt gengi (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Dortmund tilkynnti í morgun að búið væri að reka stjórann Nuri Sahin úr starfi. Það var gert eftir 2-1 tap liðsins gegn Bologna í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Tapið var það fjórða í röð í öllum keppnum og liðið hefur einungis unnið einn af níu síðustu leikjum sínum.

Sahin hefur ekki náð viðunandi árangri sem stjóri liðsins eftir að hafa tekið við starfinu síðasta sumar.

Tekið er fram að Dortmund muni upplýsa fljótlega um hver mun stýra liðinu gegn Werder Bremen í þýsku Bundesligunni á laugardag.

Dortmund er í 10. sæti þýsku deildarinnar og var ekkert annað í stöðunni fyrir stjórn félagsins en að láta Sahin fara. „Við höfum því miður misst trúna á að geta náð okkar markmiðum. Þessi ákvörðun særir mig persónulega en hún var óumflýjanleg eftir leikinn í Bologna," segir Lars Ricken sem er yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund.

Sahin er 36 ára og fæddist í Þýskalandi en lék fyrir Tyrklands hönd á sínum ferli. Hann var sem leikmaður á mála hjá Dortmund á árunum 2001-2011 og svo aftur frá 2013-2018.

Hann var aðstoðarþjálfari Edin Terzic seinni hluta síðasta tímabils og tók svo við liðinu síðasta sumar þegar Terzic fór frá Dortmund.

Athugasemdir
banner
banner
banner