Wilfried Zaha hefur skrifað undir samning við Charlotte FC í Bandaríkjunum en hann gengur í raðir félagsins á láni frá Galatasaray.
Hann var á láni hjá Lyon í Frakklandi fyrri hluta tímabilsins en fann sig ekki þar.
Hann var á láni hjá Lyon í Frakklandi fyrri hluta tímabilsins en fann sig ekki þar.
Dean Smith, fyrrum stjóri Aston Villa, stýrir Charlotte og þekkir Zaha vel úr ensku úrvalsdeildinni.
„Wilfried er leikmaður í heimsklassa sem hefur sannað sig á hæsta stigi leiksins," segir Zoran Krneta, yfirmaður fótboltamála hjá Charlotte.
Zaha, sem er 32 ára, er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Crystal Palace.
Athugasemdir