Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Haaland auðvitað á skotskónum
Haaland fagnar marki sínu.
Haaland fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Köln fór illa með Hertha í Berlín.
Köln fór illa með Hertha í Berlín.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn ótrúlegi Erling Braut Haaland var auðvitað á skotskónum í þýsku úrvalsdeildinni þennan laugardaginn. Maðurinn hættir ekki að skora mörk.

Haaland skoraði tvennu þegar Dortmund vann PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni. Í dag skoraði hann síðara mark Dortmund í útisigri á Werder Bremen.

Dortmund braut ísinn á 52. mínútu þegar Dan Axel Zagadou skoraði. Haaland skoraði svo á 66. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Fleiri urðu mörkin ekki.

Haaland, sem er 19 ára gamall, hefur nú skorað níu mörk í sex úrvalsdeildarleikjum frá því hann fór til Dortmund frá Salzburg í síðasta mánuði.

Dortmund er eftir 2-0 sigurinn á Werder Bremen í öðru sæti með 45 stig. Werder Bremen er það félag sem hefur spilað flesta leiki i þýsku Bundesligunni frá upphafi en félagið hefur spilað öll tímabil þar fyrir utan tímabilið 1980/1981. Nú er félagið hins vegar í fallhættu, fimm stigum frá öruggu sæti.

Köln komst upp fyrir Hertha Berlín í 13. sæti deildarinnar með 5-0 útisigri í Berlín. Mjög slakt hjá Hertha sem er núna í 14. sætinu.

Hoffenheim náði á dramatískan hátt í stig gegn Borurssia Mönchengladbach og þá vann Fortuna Dusseldorf útisigur á Freiburg. Gladbach er í fjórða sæti, Freiburg í sjöunda, Hoffenheim í áttunda og Dusseldorf í 16. sæti.

Borussia M. 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Matthias Ginter ('11 )
1-1 Lucas Ribeiro ('90 )

Werder 0 - 2 Borussia D.
0-1 Dan Axel Zagadou ('52 )
0-2 Erling Haland ('66 )

Hertha 0 - 5 Koln
0-1 Jhon Cordoba ('4 )
0-2 Jhon Cordoba ('22 )
0-3 Rune Jarstein ('37 , sjálfsmark)
0-4 Florian Kainz ('62 )
0-5 Mark Uth ('69 )

Freiburg 0 - 2 Fortuna Dusseldorf
0-1 Andre Hoffmann ('37 )
0-2 Erik Thommy ('61 )

Klukkan 17:30 hefst leikur Schalke 04 og RB Leipzig. Leipzig getur þar minnkað forskot Bayern á toppi deildarinnar í eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner