Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard færist nær fyrsta titli sínum - Magnað tímabil
Gerrard er að gera mjög flotta hluti sem stjóri Rangers.
Gerrard er að gera mjög flotta hluti sem stjóri Rangers.
Mynd: Getty Images
Rangers þarf að minnsta kosti sjö stig í viðbót til að tryggja sér sigur í skosku úrvalsdeildinni.

Rangers vann öruggan sigur á Dundee United í gær, 4-1, á meðan Celtic tapaði fyrir Ross County á útivelli.

Rangers hefur spilað 30 af 38 leikjum sínum og er með 18 stiga forystu á helstu keppinauta sína í Celtic.

Ef Rangers nær að klára tímabilið vel þá verður þetta fyrsti deildartitill liðsins í tíu ár. Síðustu ár hafa einkennst af fjárhagsvandræðum og upprisu eftir það.

Þessi upprisa hefur komið undir stjórn Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool. Hann tók við Rangers 2018 og hefur byggt upp sterkt lið sem hefur aðeins tapað einum keppnisleik á tímabilinu. Eina tap Rangers á tímabilinu kom gegn St. Mirren í deildabikarleik í desember en þess má geta að liðið er einnig í Evrópudeildinni. Magnað tímabil hjá Rangers!

Margir líta á Gerrard sem framtíðarstjóra hjá Liverpool en það stefnir allt í að hann sé að fara að vinna sinn fyrsta titil sem stjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner