Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   fim 22. febrúar 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Mögnuð tölfræði Sommer
Svissneski markvörðurinn Yann Sommer er að eiga magnað fyrsta tímabil með ítalska liðinu Inter en á þriðjudag hélt hann hreinu í 21. sinn á leiktíðinni.

Inter fékk Sommer frá Bayern München fyrir litlar sex milljónir evra síðasta sumar.

Hann var fenginn til félagsins til að taka við keflinu af André Onana sem var seldur dýrum dómi til Manchester United.

Þetta voru sennilega bestu viðskipti sem Inter hefur gert síðustu ár, því Sommer er búinn að skella í lás.

Hann hélt hreinu í 21. sinn á tímabilinu í 1-0 sigri Inter á Atlético í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.

Þá hefur hann aðeins fengið á sig 14 mörk í öllum keppnum. Í deildinni hefur hann haldið fimmtán sinnum hreinu, fjórum sinnum í Meistaradeildinni og tvisvar í Ofurbikarnum.

Inter liðið er á flugi undir stjórn Simone Inzaghi. Liðið er á toppnum í Seríu, vann Ofurbikarinn og er með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner