Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 14:36
Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ kemur saman og horfir á leik Íslands og Serbíu á morgun
Icelandair
Stjórn KSÍ fundar í höfuðsstöðvunum á morgun og sest svo saman og horfir á landsleik Íslands og Serbíu.
Stjórn KSÍ fundar í höfuðsstöðvunum á morgun og sest svo saman og horfir á landsleik Íslands og Serbíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ mun koma saman til fundar á morgun og ætlar svo að horfa saman á landsleik Íslands gegn Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna.

Nú líður að ársþingi KSÍ og síðasti stjórnarfundur núverandi stjórnar mun fara fram klukkan 14:30 á morgun.

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sagði við Fótbolta.net í dag að búist sé við stuttum stjórnarfundi enda fá mál á dagskrá. Því ætti fundinum að vera lokið tímanlega til að ná leiknum.

Klara sagði að stjórnin ætli svo að setjast niður og horfa saman á leikinn.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 en leikið er í höfuðsstöðvum serbneska knattspyrnusambandssins í Stara Pazova sem er rétt fyrir utan Belgrad. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net en Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fréttamaður Fótbolta.net er í Serbíu til að vera viðstaddur leikinn. Þá er einnig hægt að sjá leikinn í beinni á RÚV.

Síðari leikurinn verður spilaður hér heima, á Kópavogsvelli klukkan 14:30 á þriðjudaginn næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner