Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 22. mars 2021 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Davíð Atla missir af byrjun móts - Andri kemur í júní
Davíð Örn Atlason
Davíð Örn Atlason
Mynd: Breiðablik
Davíð Örn Atlason mun að öllum líkindum missa af byrjun Pepsi Max-deildarinnar með Breiðabliki.

Breiðablik keypti Davíð frá Víkingi í vetur en hann hefur ennþá ekki spilað í grænu treyjunni þar sem meiðsli hafa verið að stríða honum í vetur.

„Hann ferð í aðgerð 25. mars og það er í besta falli sex vikur. Hann verður ekki tilbúinn í byrjun móts. Ef allt gengur upp ætti hann að vera klár um miðbik maí," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina.

Miðjumaðurinn Andri Rafn Yeoman er í námi á Ítalíu en hann kemur inn í lið Breiðabliks um mitt sumar.

„Hann kemur að öllum líkindum í lok júní. Hann er að klára meistaranám í skipulagsverkfræði í Róm," sagði Óskar.

Breiðablik mætir KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar laugardaginn 24. apríl.
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og Arnar Viðars
Athugasemdir
banner
banner
banner