Það fór vel um úkraínska markvörðinn Andriy Lunin er hann giftist ástinni sinni á dögunum en hann klæddist þægilegum æfingagalla við borgaralega hjónavígslu.
                
                
                                    Lunin er 22 ára gamall og samningsbundinn Real Madrid en hann hefur spilað einn leik til þessa á tímabilinu.
Hann spilaði í spænska konungsbikarnum með Madrídingum en hann er einnig varamarkvörður úkraínska landsliðsins.
Markvörðurinn giftist Anastasiu Tamazova á dögunum en vegna kórónuveirunnar ákváðu þau að hafa borgaralega hjónavígslu.
Lunin mætti í þægilegum æfingagalla og var ekkert að smella sér í jakkafötin við tilefnið en mynd af hjónunum má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

