Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 22. mars 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Rashford með enska landsliðinu þrátt fyrir meiðslin
Marcus Rashford, framherji Manchester United, mun koma til móts við enska landsliðshópinn í dag.

Rashford hefur verið frá keppni vegna meiðsla og hann var ekki með Manchester United í tapi gegn Leicester í gær.

Læknateymi enska landsliðsins mun skoða Rashford í dag en vonir standa til að hann geti spilað komandi landsleiki í undankeppni HM.

Ólíklegt þykir þó að hann verði í byrjunarliðinu gegn San Marinó á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner