Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 22. mars 2023 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tony Knapp er látinn
Knapp fyrir leik með Southampton gegn Manchester United.
Knapp fyrir leik með Southampton gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er látinn. Hann var 86 ára gamall.

Knapp var Englendingur og spilaði allan sinn leikmannaferil á Englandi, fyrir utan nokkra mánuði með Los Angeles Wolves í Bandaríkjunum. Hann lék með Leicester, Southampton, Coventry, Tranmere Rovers og Poole Town.

Stuttu eftir að leikmannaferlinum lauk þá kom hann til Íslands og tók við KR. Hann stýrði KR í tvö ár og var einnig þjálfari íslenska landsliðsins meðfram því.

Hann stýrði landsliðinu frá 1974 til 1977 og svo aftur frá 1984 til 1985. Á milli þess stýrði hann Viking og Fredrikstad í Noregi, hann stýrði einnig Brann í Noregi eftir seinni törn sína með Ísland. Hann átti mjög góðan tíma með Viking þar sem hann vann tvöfalt og er honum lýst sem goðsögn hjá félaginu. Knapp hefur ekkert þjálfað frá árinu 2008.

Í grein Vísi er fjallað um það að Knapp hafi skrifað söguna með Íslandi þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvelli sumarið 1975. Um var að ræða fyrsta sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM.

Árið 1977 vann Ísland svo sinn fyrsta sigur í undankeppni HM er liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi. Knapp lagði þarna góðan grunn að framtíðinni hjá karlalandsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner