Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fös 22. mars 2024 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gummi Tóta vill sjá fólk í Póllandi: Tólfti maðurinn skiptir máli
Icelandair
Það er geðveikt að vera kominn í úrslit um sæti á EM og þar getur auðvitað allt gerst
Það er geðveikt að vera kominn í úrslit um sæti á EM og þar getur auðvitað allt gerst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru mikið af tilfinningum," sagði Guðmundur Þórarinsson eftir 4-1 sigur Íslands gegn Ísrael í kvöld.

„Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur á að horfa. Þetta víti sem þeir fá í stöðunni 2-1 var stórt móment, frábært að þeir skyldu klúðra því. Við sköpuðum helling af færum. Það er geðveikt að vera kominn í úrslit um sæti á EM og þar getur auðvitað allt gerst."


Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Það var fámennt en góðmennt í stúkunni í kvöld en Gummi Tóta er Selfyssingur og fékk mikinn stuðning frá sínum mönnum.

„Það er geggjað. Ég sá að Bjarki Már (Elísson) var mættur og svo var bróðir minn (Ingólfur Þórarinsson) í stúkunni. Ef við getum fengið fólk á völlinn í Póllandi væri það geggjað því það skiptir máli að hafa tólfta manninn með okkur. Núna er þetta úrslitaleikur um sæti á EM þannig það verður lagt gersamlega allt í sölurnar," sagði Gummi Tóta.

Albert Guðmundsson átti frábæran leik en hann skoraði þrennu.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja, hann er geggjaður leikmaður. Það er frábært fyrir okkur að fá hann aftur. Hann er búinn að standa sig frábærlega á Ítaliu, það eru svo mikil gæði í honum, týpískur góður í fótbolta. Það er svo mikilvæg fyrir okkur að hafa svona menn. Við erum með marga sem eru góðir í fótbolta og hann smellpassar inn í þetta. Ég er virkilega glaður fyrir hans hönd," sagði Gummi Tóta.


Athugasemdir
banner
banner