Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 22. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calhanoglu vill fá Arda Güler til Inter
Calhanoglu að fagna marki ásamt góðvini sínum og fyrirliða Inter, Lautaro Martínez.
Calhanoglu að fagna marki ásamt góðvini sínum og fyrirliða Inter, Lautaro Martínez.
Mynd: EPA
Hakan Calhanoglu og Arda Güler eru samlandar en sá síðarnefndi var ekki með í tyrkneska landsliðshópnum sem sigraði Ungverjaland í Þjóðadeildinni í gær.

Calhanoglu er fyrirliði landsliðsins og var á sínum stað í byrjunarliðinu í flottum sigri. Hann var spurður út í Arda Güler að leikslokum.

Hinn tvítugi Güler er samningsbundinn Real Madrid en hefur fengið lítið af tækifærum með stórveldinu. Ítalíumeistarar Inter eru sagðir vera áhugasamir um að fá leikmanninn í sínar raðir, en Calhanoglu er lykilmaður hjá Inter.

„Arda Güler er frábær fótboltamaður og bróðir minn sem ég ber mikla ást til. Auðvitað vil ég að hann gangi til liðs við Inter, það væri frábært," sagði Calhanoglu eftir sigurinn gegn Ungverjum.

„Allir vilja fá hágæða leikmenn til liðs við sig. Ég veit ekki hvernig Arda líður hjá Real Madrid þannig að ég vil ekki skipta mér alltof mikið af þessu. Ég vona bara að þeir gefi honum meiri spiltíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner