Bakvörðurinn efnilegi Álex Jiménez hefur verið að gera flotta hluti með AC Milan og U19 ára landsliði Spánverja og vill ítalska félagið losa hann endanlega úr greipum Real Madrid.
Jiménez er uppalinn hjá Real Madrid en hefur verið hjá Milan síðustu tvö ár.
Milan keypti hann frá Real Madrid en spænska stórveldið er með endurkaupsákvæði.
Stjórnendur Milan og Real Madrid hafa verið að funda um framtíð bakvarðarins, þar sem Milan er að leita leiða til að hækka endurkaupsákvæði Madrídinga eða fjarlægja það.
Jiménez er hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað uppi á kantinum eða sem vinstri bakvörður. Hann verður tvítugur í maí og hefur komið við sögu í 14 leikjum í Serie A á tímabilinu.
Athugasemdir