Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. apríl 2020 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hegerberg: Mikilvægt að taka ekki tvö skref aftur á bak
Ada Hegerberg.
Ada Hegerberg.
Mynd: Getty Images
Hin norska Ada Hegerberg, sem var valin besta fótboltakona í heimi árið 2018, sleit krossband í hné á æfingu með franska knattspyrnufélaginu Lyon í janúar á þessu ári.

Hegerberg er 24 ára hefur unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð með Lyon. Hegerberg er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar kvenna.

Hegerberg ræddi við Suzy Wrack hjá The Guardian um að takast á við meiðsli á tímum kórónuveirunnar. „Ég lít á mig sem konu í forréttindastöðu og í stóra samhenginu er það enginn heimsendir að meiðast, en þegar þú spilar fótbolta eða ert íþróttamaður á hæsta stigi þá líður þér eins og þú sért á botninum."

Hegerberg er í Lyon og tekst á við meiðslin án fjölskyldu sinnar sem er í Noregi. Hún er líka frá eiginmanni sínum sem býr í Póllandi og spilar þar fyrir Lech Poznan. Hann heitir Thomas Rogne og er varnarmaður.

Þrátt fyrir að vera án fjölskyldu sinnar segir Hegerberg: „Mér líður ágætlega, ég er ekki að kvarta. Kringumstæðurnar eru skrýtnar og ég reyni sem mest að vera heima. Ég er heppin að það sé allt til staðar fyrir mig fyrir endurhæfinguna."

Hegerberg segir að það sé mikilvægt að huga að kvennaknattspyrnu, rétt eins og karlaknattspyrnu.

„Fótbolti yfir höfuð á eftir að þjást. Stærri félögin í karlafótbolta eiga eftir að þjást, allir munu þjást og augljóslega mun kvennafótbolti þjást. Ég skil að það eigi að ræða karlafótboltann fyrst. Við græðum mikið fjárhagslega séð frá karlafótboltanum og við þurfum á þeirra hjálp að halda; líka bara svo við getum búið til betri vöru almennt í kvennaboltanum."

„Það er mjög mikilvægt að halda kvennaboltanum inn í þeim umræðum sem eiga sér stað. Það hefur átt sér stað mikil þróun undanfarin ár og það hefur verið góður taktur í þessu. Það er mikilvægt að við tökum ekki tvö skref aftur á bak eftir svona krísu. Við verðum að hafa hátt og tapa ekki okkar stöðu."

Hegerberg, sem er mikil fyrirmynd fyrir unga krakka í heimalandinu og víðar, á eitt ár eftir af samingi sínum við Lyon. „Ég hef átt ótrúleg ár hjá Lyon. Það er ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér, en akkúrat núna er ég í minni eigin bólu til að reyna að koma sterkari til baka fyrir Lyon. Ég er með ógnvekjandi áætlanir fyrir endurkomu mína," sagði þessi frábæra fótboltakona.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, er mögulega að verða liðsfélagi Hegerberg. Sara, sem er 29 ára, hefur verið sterklega orðuð við Lyon,

Sjá einnig:
Besta íþróttalið sem fyrirfinnst?

Athugasemdir
banner
banner
banner