Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 22. maí 2022 16:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea var aldrei undir eftir fyrri hálfleikinn

Enska úrvalsdeildin fer að líða undir lok þetta tímabilið en aðeins nokkrar mínútur eru eftir af lokaumferðinni.


Chelsea var marki yfir gegn Watford í hálfleik en Kai Havertz skoraði markið eftir sendingu frá Kenedy sem hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessari leiktíð.

Það vekur athygli að Chelsea hefur aldrei verið undir í hálfleik í deildinni á þessu tímabili.

Ekki nóg með það heldur hefur ekkert lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar náð þeim áfanga áður.

Chelsea endar í 3. sæti deildarinnar þremur stigum á undan Tottenham klári þeir leikinn með sigri í dag.


Athugasemdir
banner
banner