Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 22. maí 2022 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við erum goðsagnir
Pep Guardiola vinnur deildina enn einu sinni
Pep Guardiola vinnur deildina enn einu sinni
Mynd: Getty Images
Guardiola og Stones með bikarinn
Guardiola og Stones með bikarinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat leyft sér að fagna í leikslok er lið hans vann Englandsmeistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad.

Brekkan var ansi brött þegar fimmtán mínútur voru eftir en þrjú mörk á sex mínútum tryggði titilinn.

Man City ver því titilinn og er þetta sá fjórði á fimm árum.

„Síðasti leikurinn er alltaf sérstakur og mikið af tilfinningum. Aston Villa gaf allt í þetta en fyrsta markið breytti öllu. Við þurftum að eiga við þetta."

„Við erum goðsagnir. Þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum í þessu landi þá er það af því þeir eru goðsagnir. Það eiga allir eftir að muna eftir okkur."

„Það að vinna heima fyrir framan fólkið okkar er það besta í heiminum. Augnablikið þegar við jöfnuðum þá höfðum við á tilfinningunni að við myndum gera þriðja markið."


Liverpool vann Wolves, 3-1, og hafnaði í 2. sæti aðeins einu stigi á eftir Man City en Guardiola segist aldrei hafa séð annað eins lið og Liverpool á ferli sínum.

„Stærðargráðan af þessu afreki tengist stærðargráðu andstæðingsins og ég hef aldrei áður séð lið eins og Liverpool á minni ævi. Ég vil óska þeim til hamingju, þeir hafa gert okkur betri og betri með hverri vikunni."

„Ég hef ekki orkuna eða þessa þrá til að hugsa um næsta tímabil akkúrat núna. Við erum enn og aftur meistarar."


Guardiola skipti Ilkay Gündogan inná á 68. mínútu. Hann skoraði átta mínútum síðar og svo sigurmarkið á 81. mínútu en Guardiola segir að allir eigi eftir að sjá hvað hann er mikill snillingur á næsta tímabili en þá verður leyft að skipta fimm leikmönnum inná í stað þriggja.

„Engar áhyggjur. Á næsta tímabilið munið þið sjá hvað ég er mikill snillingur," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner