Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 12:59
Elvar Geir Magnússon
Kompany nálgast Bayern og Flick fundar með Barcelona
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: EPA
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Það er áhugaverður þjálfarakapall í gangi í Evrópuboltanum og Sky í Þýskalandi segir að Bayern München hafi átt viðræður við Vincent Kompany sem fari vel af stað.

Kompany er sagður ólmur í að fá starfið og taka við þýska stórliðinu af Thomas Tuchel.

Bayern er sagt vera með Mauricio Pochettino, sem er hættur hjá Chelsea, á blaði en nú sé einbeiting félagsins á að ræða við Kompany, sem stýrir Burnley.

Deco fundar með Flick í London
Þá berast þær fréttir frá Spáni að Deco, íþróttastjóri Barcelona, hafi ferðast til London þar sem áætlað sé að funda með Hansi Flick sem gæti tekið við stjórastarfi Börsunga af Xavi Hernandez.

Spænska blaðið Sport segir að Barcelona sé tilbúið að reka Xavi í næstu viku og virðist Flick, sem er fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, vera efstur á óskalistanum.

Meðal annarra sem hafa verið orðaðir við starfið eru Rafael Marquez, Thomas Tuchel, Roberto de Zerbi og Thiago Motta.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner