Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 12:10
Elvar Geir Magnússon
Meirihluti vildi breyta merki Þróttar en þó ekki nægilega margir
Merki Þróttar og það merki sem kosið var um að taka upp.
Merki Þróttar og það merki sem kosið var um að taka upp.
Mynd: Samsett
Merki Þróttar verður ekki breytt en þetta var niðurstaðan eftir jafna og spennandi kosningu á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær.

Lögð var fram tillaga um að taka upp nýtt merki en samkvæmt upplýsingum Vísis greiddu um 55 prósent fundargesta svo atkvæði með breytingu á merki félagsins en 45 prósent greiddu atkvæði gegn tillögunni. Aukinn meirihluta, eða tveir þriðju, hefði þurft til að gera breytingar á merkinu.

Fram kemur á Vísi að áður en gengið var til atkvæðagreiðslu hafi verið lögð fram sáttatillaga sem fólst í málið yrði unnið frekar í nefnd eða vinnuhópi en sú tillaga var felld.

Íslendingar eru íhaldssamir þegar kemur að svona málum og skiptar skoðanir voru á tillögunni allt frá því að hugmyndin að nýja merkinu var sett í loftið.

„Tillaga að uppfærðu félagsmerki er skýrt merki um nýja tíma og samræmist vel stefnu félagsins," sagði þá á heimasíðu Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner